„Menn eru að skoða mál Gylfa; hvort hugsanlega hafi legið fyrir í fyrra að myntkörfulán væru ólögleg og hverju það hefði breytt. Einnig velta menn málinu fyrir sér með tilliti til stöðu ríkisstjórnar og umræðunnar almennt.“
Þetta segir Árni Þór Sigurðsson, varaformaður þingflokks VG, í Morgunblaðinu í dag. Staða Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, er í deiglu á vettvangi stjórnarflokkanna vegna ummæla ráðherrans sl. sumar um myntkörfulán og lögmæti þeirra.
Þingflokkur Vinstri grænna fundar bæði á morgun og miðvikudag. Aðspurður hvort mál Gylfa yrði rætt þar sagði Árni Þór það „alls ekki ósennilegt,“ eins og hann komst að orði. Það myndi væntanlega skýrast frekar í dag.