Vilja breyta rammaáætlun

Frá Þjórsárverum.
Frá Þjórsárverum. mbl.is/Brynjar Gauti

Ríkisstjórnin hyggst beita sér fyrir því að öll áform um Norðlingaölduveitu verði slegin út af borðinu, að því er fram kemur í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ritaði Landsvirkjun bréf í vor þar sem hún greindi frá því að í kjölfar fundar hennar með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra og Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra væri vilji ríkisstjórnarinnar til þess að stækka friðland Þjórsárvera skýr.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru það sveitarstjórnirnar fyrir austan sem eiga síðasta orðið um það hvort horfið verður frá áformum um Norðlingaölduveitu, ekki ríkisstjórnin. Norðlingaölduveita hefur verið talin hagkvæmasti kosturinn til þess að auka raforkuframleiðslu Landsvirkjunar.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er þetta talin vera aðferð ríkisstjórnarinnar til þess að taka áformin um Norðlingaölduveitu út úr rammaáætlun, sem hefði það í för með sér að framkvæmdin fengi ekki þá pólitísku umfjöllun og afgreiðslu á Alþingi, sem gengið hefur verið út frá að hún fengi.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert