Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu kostnaðarsamt það er fyrir Orkuveitu Reykjavíkur að ráða nýjan forstjóra. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður OR, segir að ráðningakjör Hjörleifs Kvaran, fráfarandi forstjóra, séu trúnaðarmál og hann ekki sé hægt að greina frá þeim nema í samráði við hann.
Hjörleifur var settur forstjóri OR í september 2007 þegar Guðmundur Þóroddsson hætti í kjölfar REI-málsins. Staðan var síðan auglýst og var Hjörleifur formlega ráðinn í september 2008. Hann var áður borgarlögmaður.
Guðmundur var ráðinn forstjóri árið 2002. Í ráðningasamningi hans var gert ráð fyrir 12 mánaða uppsagnarfrest. Upplýst var þegar hann lét af störfum að hann hefði haft um 2,6 milljónir í laun á mánuði eða rúmar 30 milljónir á ári.
Vorið 2009 tóku stjórnendur Orkuveitunnar ákvörðun um að endurskoða öll laun í fyrirtækinu sem voru hærri en 300 þúsund. Hjörleifur hefur því verið á lægri launum en Guðmundur.