Ekki upplýst um kostnað við starfslok

Orkuveita Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki liggja fyr­ir upp­lýs­ing­ar um hversu kostnaðarsamt það er fyr­ir Orku­veitu Reykja­vík­ur að ráða nýj­an for­stjóra. Har­ald­ur Flosi Tryggva­son, stjórn­ar­formaður OR, seg­ir að ráðninga­kjör Hjör­leifs Kvar­an, frá­far­andi for­stjóra, séu trúnaðar­mál og hann ekki sé hægt að greina frá þeim nema í sam­ráði við hann.

Hjör­leif­ur var sett­ur for­stjóri OR í sept­em­ber 2007 þegar Guðmund­ur Þórodds­son hætti í kjöl­far REI-máls­ins. Staðan var síðan aug­lýst og var Hjör­leif­ur form­lega ráðinn í sept­em­ber 2008. Hann var áður borg­ar­lögmaður.

Guðmund­ur var ráðinn for­stjóri árið 2002. Í ráðninga­samn­ingi hans var gert ráð fyr­ir 12 mánaða upp­sagn­ar­frest. Upp­lýst var þegar hann lét af störf­um að hann hefði haft um 2,6 millj­ón­ir í laun á mánuði eða rúm­ar 30 millj­ón­ir á ári.

Vorið 2009 tóku stjórn­end­ur Orku­veit­unn­ar ákvörðun um að end­ur­skoða öll laun í fyr­ir­tæk­inu sem voru hærri en 300 þúsund. Hjör­leif­ur hef­ur því verið á lægri laun­um en Guðmund­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert