Engar uppsagnir á RÚV

mbl.is/Ómar

Það verða engar uppsagnir vegna fyrirhugaðs niðurskurðar,“ segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins.

Hann hélt fund með starfsfólki klukkan 13 til að upplýsa það um stöðu RÚV og hvernig brugðist yrði við boðuðum niðurskurði.

„Við erum að ljúka rekstrarárinu nú í lok þessa mánaðar og stöndum það vel í rekstrinum að öðru leyti að við þurfum ekki að sækja þennan niðurskurð inn í reksturinn, svo þetta útheimtir ekki eins harkalegar aðgerðir og fólk reiknaði með.“

Páll segist hafa viljað slá á ótta starfsmanna. „Ég var bara að fara, í grófum dráttum, yfir stöðu mála nú í sumarlok og upplýsa fólk um það, til að slá á ótta.

Eins og komið hefur fram áður þarf RÚV að skera niður um 9%. „En útaf því hvað rekstrarstaða RÚV er að öðru leyti góð þurfum við ekki að bregðast við þessum niðurskurði á tekjum með uppsögnum.“

Páll segir þó að ýmislegt sé verið að gera til að bregðast við fyrirhuguðum niðurskurði. „Það hefur svo sem ekki farið fram hjá neinum að við erum að afleggja Spaugstofuna til dæmis.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert