Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú nýlent við Miklafell í Eldhrauni þar sem kona slasaðist við hellaskoðun í morgun. Konan hlaut höfuðáverka þegar hún datt í hellinum en ekki hafa borist nánari fregnir af því hvers eðlis áverkarnir eru. .
Fór þyrlan í loftið frá Reykjavík kl. 12:26 og lenti hún við slysstað kl. 13:30. Áætlað er að þyrlan lendi í Reykjavík um kl. 14:30.
Björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri var komin á staðinn á undan þyrlunni ásamt lækni. Var konan undirbúin fyrir flutning með þyrlunni.
Þetta er fjórða útkall áhafnar þyrlunnar á innan við sólarhring.