Á fundi í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur nú í kvöld var staðfest samkomulag stjórnarformanns við Hjörleif B. Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, frá því fyrr í dag um starfslok forstjóra. Hjörleifur lætur af störfum þegar í stað.
Samkomulagið var samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum en þrír sátu hjá. Í bókun segir, að Orkuveita Reykjavíkur standi á tímamótum og staða fyrirtækisins kalli á umfangsmiklar breytingar í áherslum, rekstri og stjórnun.
Jafnframt
samþykkti stjórnin að stjórnarformaður hæfi undirbúning að ráðningu nýs
forstjóra, meðal annars með gerð starfslýsingar og auglýsingar um
starfið.
Helgi
Þór Ingason er 45 ára, dósent í véla- og iðnaðarverkfræði og
forstöðumaður meistaranáms í verkefnastjórnum í Háskóla Íslands.
Hann
lauk M.Sc. prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 1991,
doktorsprófi í framleiðsluferlum í stóriðju frá tækniháskólanum í
Þrándheimi 1994 og SCPM prófi í verkefnastjórnun frá Stanfordháskóla
2009. Hann hefur hlotið alþjóðlega vottun sem verkefnisstjóri.