Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna nú að uppsetningu tímabundins hjólreiðastígs á Hverfisgötu sem tekinn verður í notkun á föstudag. Umhverfis- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að hleypa þessu tilraunaverkefni af stað til að efla mannlíf í miðborginni og hvetja til aukinna hjólreiða.
Fram kemur í frétt frá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur, að 35 gjaldskyld bílastæði á Hverfisgötu verði helguð hjólreiðum í þessari tilraun og hafi verkefnið verið kynnt fyrir íbúum og þjónustuaðilum.