Hjólreiðastígur á Hverfisgötu

Tölvumynd af hjólastígnum.
Tölvumynd af hjólastígnum.

Starfs­menn Reykja­vík­ur­borg­ar vinna nú að upp­setn­ingu tíma­bund­ins hjól­reiðastígs á Hverf­is­götu sem tek­inn verður í notk­un á föstu­dag. Um­hverf­is- og sam­gönguráð samþykkti á fundi sín­um í síðustu viku að hleypa þessu til­rauna­verk­efni af stað til að efla mann­líf í miðborg­inni og hvetja til auk­inna hjól­reiða.

Fram kem­ur í frétt frá um­hverf­is- og sam­göngu­sviði Reykja­vík­ur, að 35 gjald­skyld bíla­stæði á Hverf­is­götu verði helguð hjól­reiðum í þess­ari til­raun og hafi verk­efnið verið kynnt fyr­ir íbú­um og þjón­ustuaðilum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert