Landsmönnum fækkar

mbl.is/hag

Þann 1. júlí 2010 voru landsmenn 318.006 en voru 319.246 fyrir ári síðan. Þetta jafngildir því að íbúum á landinu hafi fækkað um 1240 á einu ári eða um 0,4%, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni.

Milli 1. júlí 2009 og 1. júlí 2010 fækkaði íbúum í öllum landshlutum, að frátöldu Norðurlandi eystra en þar fjölgaði um 103 eða 0,4%. Mesta fækkunin varð á Suðurnesjum, eða um 1,6%, og á Suðurlandi ásamt Vestfjörðum, um 1,5%.

Á höfuðborgarsvæðinu búa nú 63,3% þjóðarinnar og fækkaði íbúum þar milli ára um 248 eða 0,1%. Mestu munar um fækkun í Reykjavík um 533  og Hafnarfirði, um 172 en í Kópavogi fjölgaði um 151 íbúa milli ára. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert