Maðurinn látinn laus

Frá vettvangi í Hafnarfirði þar sem manni var ráðinn bani …
Frá vettvangi í Hafnarfirði þar sem manni var ráðinn bani um helgina. mbl.is/Jakob Fannar

Maður,  sem hef­ur verið í haldi lög­reglu síðan í gær í tengsl­um við rann­sókn á and­láti Hann­es­ar Þórs Helga­son­ar, hef­ur verið lát­inn laus. Ekki þóttu efni til að krefjast gæslu­v­arðhalds yfir mann­in­um.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir að rann­sókn máls­ins haldi áfram en á fjórða tug lög­reglu­manna vinni að henni. Lög­regl­an seg­ir að fjöl­marg­ir hafi verið yf­ir­heyrðir og þeirri vinnu sé ekki lokið.

Tækni­rann­sókn á vett­vangi er langt kom­in og önn­ur gagna­öfl­un í full­um gangi. Fjöldi ábend­inga hafa borist frá al­menn­ingi og verið er að vinna úr þeim eft­ir því sem til­efni er til, að sögn lög­regl­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert