Mótmæltu við stjórnarráðshúsið

Mótmælt við stjórnarráðsbygginguna í morgun
Mótmælt við stjórnarráðsbygginguna í morgun mbl.is/Jakob Fannar

Nokkr­ar vin­kon­ur Helgu Bjarg­ar Magnús­ar- og Grétu­dótt­ur komu sam­an við stjórn­ar­ráðsbygg­ing­una í morg­un áður en rík­is­stjórn­ar­fund­ur hófst. Vildu þær með þessu sýna henni sam­stöðu en lög­regla hafði af­skipti af henni þar í síðustu viku.
 

Höfðu starfs­menn for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins sam­band við lög­reglu í síðustu viku og kvörtuðu und­an mót­mæl­um Helgu og töldu mót­mæl­in trufla rík­is­stjórn­ar­fund sem þá stóð yfir. Hún var hand­tek­in og færð á lög­reglu­stöð vegna þess að hún gaf ekki upp nafn sitt.

Lög­regl­an er með mann á vakt í for­sæt­is­ráðuneyt­inu. Hörður Jó­hann­es­son aðstoðarlög­reglu­stjóri sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið  að starfs­menn hafi leitað til hans vegna konu sem var að mót­mæla við stjórn­ar­ráðshúsið. Hún hafi verið upp við húsið með flautu og hróp. Þar sem lög­reglumaður­inn hafi talið ómögu­legt að tjónka við kon­una hafi hann kallað eft­ir aðstoð fé­laga sinna. Þeir hafi beðið hana um að færa sig frá hús­inu en hún hafi neitað að hlýða. Þá hafi hún ekki viljað gera grein fyr­ir sér þegar lög­regl­an leitaði eft­ir því og hafi verið hand­tek­in og færð á lög­reglu­stöð af þeim sök­um. Þar hafi málið skýrst og kon­un­inni verið sleppt.

 Mót­mæl­and­inn var kom­inn á sama stað eft­ir fá­ein­ar mín­út­ur og aft­ur var kvartað til lög­reglu. Sömu menn fóru á staðinn. Eft­ir nokk­ur orðaskipti varð hún við til­mæl­um þeirra um að færa sig og seg­ir Hörður að með því hafi málið verið leyst.

Hörður tek­ur það fram að lög­regl­an hafi ekki haft af­skipti af kon­un­inni vegna þess að hún hafi verið að mót­mæla eða gefa fugl­um við stjórn­ar­ráðshúsið, held­ur vegna þess að starfs­menn ráðuneyt­is­ins hafi talið hana trufla starf­semi í hús­inu með hávaða. Þarna séu oft mót­mæli og uppá­kom­ur af ýmsu tagi en fólkið hafi þá yf­ir­leitt látið duga að fara upp í tröpp­urn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert