Sýndu mótmælendum samstöðu

00:00
00:00

Mót­mæl­end­ur létu í sér heyra beggja vegna Lækj­ar­göt­unn­ar fyrr í dag. Snemma í morg­un voru þeir sam­an komn­ir við héraðsdóm Reykja­vík­ur en síðar færði hóp­ur­inn sig fyr­ir að Stjórn­ar­ráðinu.

Til átaka kom í héraðsdómi. Lög­regl­an meinaði mót­mæl­end­um inn­göngu í dómssal­inn, þar sem mál hinna svo­kölluðu níu­menn­inga var tekið fyr­ir. Lög­regl­an rýmdi and­dyri héraðsdóms en þar voru mót­mæl­end­urn­ir, sem kröfðust inn­göngu í dómssal. Barið var á glugga, hurðir og hrópað í takt við slátt­inn.

Mót­mæl­end­urn­ir fóru þaðan að lok­um, en ekki langt. Þeir stilltu sér upp fyr­ir fram­an Stjórn­ar­ráðið, en þar var fund­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar ný haf­inn. Mót­mæl­end­urn­ir voru að sýna Helgu Björk Magnús­ar- og Grétu­dótt­ur stuðning, en hún var hand­tek­in fyr­ir fram­an stjórn­ar­ráðið fyr­ir viku síðan, meðal ann­ars fyr­ir að kasta brauði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka