Tillaga um að Hjörleifur víki

Hús Orkuveitu Reykjavíkur.
Hús Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórnarfundur Orkuveitu Reykjavíkur hófst klukkan 19 í kvöld. Samkvæmt heimildum mbl.is bar Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar, þar fram tillögu um starfslok Hjörleifs Kvarans, forstjóra fyrirtækisins.

Verið er að ræða um tillöguna, sem gerir ráð fyrir því að annar forstjóri verði ráðinn til bráðabirgða en síðan verði staðan auglýst. 

Stjórn Orkuveitunnar fjallar einnig um breytingar á gjaldskrá fyrirtækisins fyrir næstu mánaðamót en stjórnin ræddi fjárhagsúttekt á fyrirtækinu á fundi í gær. 

Hjörleifur Kvaran.
Hjörleifur Kvaran.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert