Töldu lögfræðiálitin ekki skipta sköpum

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Efa­semd­ir um lög­mæti geng­is­trygg­ing­ar skuld­bind­inga í ís­lensk­um krón­um höfðu þegar komið fram þegar lög­fræðiálit LEX var unnið og voru á al­manna vitorði.

Þetta kem­ur fram í svari Seðlabank­ans við fyr­ir­spurn for­sæt­is­ráðherra, Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur.

„Í því sam­hengi taldi bank­inn það ekki ráða úr­slit­um um fram­vindu mála þótt lög­manns­stofa og aðallög­fræðing­ur Seðlabank­ans væru á sömu skoðun og ýms­ir aðrir lög­fræðing­ar sem töldu veru­leg­an vafa leika á lög­mæti geng­is­bind­ing­ar sem forms verðtrygg­ing­ar lána í ís­lensk­um krón­um.

Að auki væri nán­ast ógern­ing­ur að gera sér grein fyr­ir því hvað þessi álit lög­manna fælu í sér fyrr en dóm­ur eða dóm­ar hefðu fallið er gæfu nokkra vís­bend­ingu um með hvaða hætti dóm­stól­ar myndu skilja hug­takið geng­is­trygg­ing, enda ljóst að lög bönnuðu ekki lán­veit­ing­ar í er­lend­um gjald­miðlum.

Þá var í minn­is­blöðunum ekki lagt mat á hvaða vext­ir yrðu lík­lega notaðir þegar lán sem inni­halda ólög­mæt geng­is­trygg­ing­ar­á­kvæði eru gerð upp. Jafn­vel eft­ir að Hæstirétt­ur hef­ur dæmt í fyrstu mál­un­um rík­ir enn mik­il óvissa um hvað dóm­ur­inn fel­ur í sér fyr­ir fjár­mála­kerfið eða al­menn­ing í land­inu,"seg­ir í svari Seðlabank­ans til for­sæt­is­ráðherra vegna minn­is­blaða um heim­ild­ir geng­is­tryggðra lána.

Seg­ir jafn­framt í svari bank­ans að gögn­um hafi verið komið til efna­hags- og viðskiptaráðuneyt­is en yf­ir­leitt hafi verið litið þannig á að fagráðuneyti myndu ef á þyrfti að halda, miðla slík­um upp­lýs­ing­um til for­sæt­is­ráðherra, rík­is­stjórn­ar eða jafn­vel Alþing­is, eft­ir því sem við á hverju sinni. Þetta fyr­ir­komu­lag bygg­ir á ára­tuga­hefð og hef­ur verið viðhaft óháð því und­ir hvaða ráðuneyti Seðlabank­inn heyrði hverju sinni.

Lög­menn ráðuneyta og FME gátu sjálf leitað eft­ir slíku áliti

Seg­ir enn­frem­ur í svari Seðlabank­ans að  álit eru ekki jafn­gildi dóma og Seðlabank­inn hafði enga af­stöðu tekið til álit­anna, enda gat afstaða bank­ans engu breytt um niður­stöðu dóm­stóla.

„Í þessu sam­bandi er rétt að benda á að bæði ráðuneyt­in og FME höfðu á að skipa fjölda lög­fræðinga sem gátu tekið sjálf­stæða af­stöðu til þessa álita­efn­is og var í lófa lagið að afla álita óháðra aðila. Það sem máli skipt­ir er að upp­lýs­ing­un­um um það álit sem Seðlabank­inn hafði aflað var komið á fram­færi við viðeig­andi ráðuneyti. Stjórn­sýsl­an og stofn­an­ir henn­ar stóðu hins veg­ar frammi fyr­ir mörg­um vanda­mál­um á þess­um tíma, skömmu eft­ir hrun spari­sjóðakerf­is­ins, sem ollu miklu álagi á starfs­fólk ráðuneyta og stofn­ana og þóttu þá meira aðkallandi en það sem hér er um rætt efna­hags­nefnd rík­is­stjórn­ar­inn­ar."

Svar Seðlabanka Íslands í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert