Breytt markaðshlutdeild í matvöruverslun

Nokkurs samdráttar gætir í Bónus.
Nokkurs samdráttar gætir í Bónus. mbl.is/Golli

Neytendur sækja í auknum mæli í ódýrari matvöru og eru meðvitaðri en áður um kostnað við matarinnkaup. Samdráttur er á markaðnum í heild en hann kemur þó ekki jafnt niður á öllum.

Aukin sókn er í lágvöruverðsverslanir, þróun sem þegar var hafin fyrir hrun, og virðist Krónan einna helst njóta góðs af, en þar hefur veltuaukning verið mikil undanfarið. Nokkurs samdráttar gætir hins vegar í Bónus.

Verslanir og birgjar hafa lagt allt kapp á að mæta þessu breytta neyslumynstri, sem gerir það að verkum að framboð á ódýrari tegundum matvöru er meira og útbreiddara en áður. Þessi þróun skilar sér aftur í breytingum á markaðshlutdeild verslana og verslunarkeðja á matvörumarkaði. Breytinganna gætir ekki í sama mæli á landsbyggðinni, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert