Festu jeppa á vaði

Landsbjörg

Björg­un­ar­fé­lag Horna­fjarðar kom fólki til aðstoðar sem fest hafði jeppa­bif­reið úti í Jök­uls­ár­lóni á ní­unda tím­an­um í kvöld.

Fólkið var á ferð inn með Laxár­dal, á slóða sem ligg­ur upp í Kollumúla og þarf að keyra yfir nokk­ur vöð. 

Að sögn lög­regl­unn­ar á Höfn eru vöðin breyti­leg og miserfið og vildi svo illa til að jepp­inn fest­ist úti í vatni á einu vaðinu. 

Þrennt var í bíln­um og óðu þau í land og biðu þar aðstoðar. Þeim varð ekki meint af en voru orðin nokkuð köld þegar björg­un­ar­sveit­ar­menn bar að. 

Þeir kipptu bif­reiðinni á þurrt og er hún óskemmd.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert