Mótmælendur stilltu sér upp fyrir framan Stjórnarráðið í gær en þar var fundur ríkisstjórnarinnar nýhafinn.
Markmiðið var að sýna Helgu Björk Magnúsar- og Grétudóttur stuðning en hún var handtekin fyrir framan Stjórnarráðið fyrir viku.
Margir köstuðu, eins og Helga Björk, brauði í garð hússins og voru mávarnir ekki lengi að uppgötva veisluna. Gerið minnir helst á hryllingsmynd Alfreds Hitchcocks, Fuglana.