Hjólreiðastígur til vansa

00:00
00:00

Reykja­vík­ur­borg hóf í gær fram­kvæmd­ir á nýj­um hjól­reiðastíg á Hverf­is­göt­unni. Stíg­ur­inn kem­ur í stað bíla­stæða í göt­unni og verður þar að minnsta kosti í rúm­an mánuð. Íbúar og versl­un­ar­eig­end­ur á Hverf­is­göt­unni fengu bréf varðandi málið við upp­haf vik­unn­ar og eru ósátt­ir.

Sig­urð Þór Sig­urðsson, eig­andi versl­un­ar­inn­ar 2001 og James Fletcher hjólaviðgerðarmaður í göt­unni, ótt­ast báðir að viðskipti muni minnka í kjöl­far þessa. Guðjón Pét­urs­son, íbúi í göt­unni, seg­ir fram­kvæmd­ina til marks um skiln­ing­ar­leysi í garð ná­grenn­is­ins.

Bæði Sig­urður og Guðjón benda á að æski­legra hefði verið að hafa hjól­reiðastíg­inn hinu meg­in í göt­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert