Hvalveiðarnar hafa gengið mjög vel í sumar, að sögn Kristjáns Loftssonar, framkvæmdstjóra Hvals hf. Í gær var búið að veiða 89 hvali. Er það heldur meira en á sama tíma í fyrra, þótt veiðarnar hafi byrjað 10 dögum seinna í sumar.
Er helsta ástæðan sú, að sögn Kristjáns, að hvalirnir hafa haldið sig nær landi en í fyrrasumar. Þá hefur veður verið mjög hagstætt til hvalveiða. Vinnslan í Hvalfirði hefur sömuleiðis gengið vel, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.