Kostnaður sjúkratrygginga á þessu ári vegna lyfja við ADHD stefnir í að þrefaldast frá árinu 2006. Athygli vekur að mikil aukning er á notkun lyfsins hjá fullorðnum. Notkun lyfja við ADHD er einnig talsvert meiri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum.
Í nýútgefnu fréttabréfi Sjúkratrygginga Íslands kemur fram að kostnaður sjúkratrygginga á þessu ári vegna lyfja við ADHD stefnir í 762 milljónir kr. sem er nær þreföld aukning miðað við árið 2006. Lyfið metýlfenídat (Ritalin, Ritalin Uno og Concerta) er kostnaðarmesta lyfið hjá sjúkratryggingum