Noregskonungur á sjávarútvegssýningu

Haraldur Noregskonungur heimsótti íslenska sýningarsvæðið á Nor-Fishing sem nú stendur yfir í Þrándheimi og spjallaði við sýnendur, eftir að hafa sett sýninguna. Þar var rætt um íslensku fyrirtækin á básnum, sem og nýafstaðna veiðiferð konungs til Íslands en hann var við veiðar í Vatnsdalsá  í síðustu viku ásamt hópi vina.

„Það var okkur mikill heiður að íslenski básinn varð fyrir valinu, einn af fáum sem konungurinn heimsótti“, segir Berglind Steindórsdóttir hjá Íslandsstofu, í fréttatilkynningu.
 
Þetta er í 50. sinn sem Nor-Fishing fer fram en hún er haldin annað hvert ár, á móti fiskeldissýningunni Aqua-Nor. Íslandsstofa skipulagði íslenskan þjóðarbás þar sem sjö fyrirtæki eru saman komin að kynna vörur sína og þjónustu; Hampiðjan, Neptúnus, Safír Shipbrokers, Naust Marine, Oddi, Egill og HBG Service. Nokkur önnur íslensk fyrirtæki sýna einnig á sýningunni og þá flest með umboðsaðilum sínum. Um 400 sýnendur eru á sýningunni frá 24 löndum og er búist við um 15.000 gestum.

Frá sýningunni
Frá sýningunni
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert