Sigurður Einarsson kominn til landsins

Sigurður Einarsson.
Sigurður Einarsson.

Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður Kaupþings, er kom­inn til lands­ins en hann hef­ur gert sam­komu­lag við embætti sér­staks sak­sókn­ara um að hann mæti til yf­ir­heyrslu á morg­un. Hef­ur eft­ir­lýs­ing eft­ir Sig­urði jafn­framt verið fjar­lægð af vef alþjóðalög­regl­unn­ar In­terpol.

„Hand­töku­skip­un­in var gef­in út þar sem hann sinnti ekki kvaðningu, en ætli menn sér að sinna kvaðningu þarf ekki að hand­taka þá,“ seg­ir Ólaf­ur Þ. Hauks­son, sér­stak­ur sak­sókn­ari í sam­tali við mbl.is en vill að öðru leyti ekki tjá sig á þessu stigi máls­ins um fram­kvæmd þess.

Nokkr­ir fyrr­um stjórn­end­ur Kaupþings voru hand­tekn­ir í maí í kjöl­far þess að þeir voru boðaðir í yf­ir­heyrsl­ur og sátu í gæslu­v­arðhaldi um tíma í tengsl­um við rann­sókn sér­staks sak­sókn­ara á skjalafalsi, auðgun­ar­brot­um, brot­um gegn lög­um um verðbréfaviðskipti – meðal ann­ars markaðsmis­notk­un – og brot­um gegn hluta­fé­laga­lög­um.

Sig­urður var einnig boðaður í yf­ir­heyrsl­ur en sinnti ekki þeim boðum. Fór  Ólaf­ur Þór Hauks­son á fram á það að alþjóðleg hand­töku­skip­un yrði gef­in út á hend­ur Sig­urði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert