Slasaður maður var látinn bíða alla nóttina

Frá Grímsey.
Frá Grímsey. mbl.is/Þorvaldur Örn

Karl­maður sem féll milli skipa við höfn­ina í Gríms­ey á mánu­dags­kvöld þurfti að bíða í 9 klukku­stund­ir áður en hann komst und­ir lækn­is­hend­ur, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Vegna þoku var ekki hægt að fljúga til Gríms­eyj­ar nema með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Lækn­ir á Ak­ur­eyri var í stöðugu síma­sam­bandi við eig­in­konu hins slasaða en eng­inn lækn­ir hef­ur aðset­ur í Gríms­ey að staðaldri.

Vegna niður­skurðar hjá Land­helg­is­gæsl­unni tekst aðeins að manna eina áhöfn á hverri vakt. Tvö út­köll bár­ust sam­tím­is að kvöldi mánu­dags­ins og því þurfti lækn­ir að meta í gegn­um síma hvort út­kall­anna mætti bíða. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­helg­is­gæsl­unni var ekki næg­ur mann­skap­ur til að bregðast við báðum út­köll­un­um sam­tím­is en Gæsl­an hef­ur af­not af tveim­ur þyrl­um.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert