Sviptingar á fjárlögum 2011

Stórar ákvarðanir og aðgerðir eru sagðar í fjárlagafrumvarpinu.
Stórar ákvarðanir og aðgerðir eru sagðar í fjárlagafrumvarpinu. mbl.is/Þorkell

„Þetta eru tölu­vert stór­ar ákv­arðanir og aðgerðir sem eru í fjár­lög­un­um,“ seg­ir Nökkvi Braga­son, skrif­stofu­stjóri í fjár­málaráðuneyt­inu, um fjár­lög fyr­ir árið 2011. „Við erum að reka rík­is­sjóð með gríðarleg­um halla og þurf­um að vinda ofan af því.“

Vinna við fjár­lög­in er að sögn Nökkva langt á veg kom­in og hef­ur gengið vel.

Í fjár­lög­un­um er gert ráð fyr­ir minni halla en á fjár­lög­um 2010 og að svo­nefnd­ur frum­halli rík­is­sjóðs verði orðinn já­kvæður. Í frum­hall­an­um fel­ast út­gjöld og tekj­ur að und­an­skild­um vaxta­jöfnuði en hann hef­ur verið mjög óhag­stæður. Er þetta í sam­ræmi við sam­starfs­áætl­un við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn en með henni er ætl­un­in að vinna bug á fjár­laga­hall­an­um. Stefnt er að því að af­gang­ur verði á fjár­lög­um árið 2013.

„Þá verður orðinn um­tals­verður af­gang­ur á frum­jöfnuðinum sem dug­ar til að yf­ir­vinna þenn­an óhag­stæða vaxta­jöfnuð líka,“ seg­ir Nökkvi en ætl­un­in er að þá skili rík­is­sjóður tíu millj­arða króna af­gangi. Þá seg­ir hann að færi skap­ist til að grynnka á skuld­um rík­is­ins, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta efni í Morg­un­blaðinu í dag.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert