Verulega hefur dregið úr lækkun fasteignaverðs

Uppsöfnuð velta í júlí á fasteignamarkaði var um 21% meiri …
Uppsöfnuð velta í júlí á fasteignamarkaði var um 21% meiri en á síðasta ári, þótt hún sé enn afar lág í sögulegu samhengi. mbl.is/Kristinn

Verulega hefur dregið úr lækkun fasteignaverðs á undanförnum mánuðum. Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um rúm 34% frá október 2007 þegar það var hæst og nafnverð um 14,2% frá því að það fór hæst í janúar 2008. Þetta kemur fram í Peningamálum Seðlabanka Íslands.

Áfram raunlækkun en minni en áður var spáð

Fasteignamarkaðurinn hefur heldur glæðst það sem af er þessu ári samanborið við sama tímabil í fyrra. Þannig er uppsöfnuð velta í júlí á fasteignamarkaði um 21% meiri en á síðasta ári, þótt hún sé enn afar lág í sögulegu samhengi.

Í uppfærðri spá Seðlabankans er gert ráð fyrir því að raunverð íbúðarhúsnæðis lækki áfram á komandi misserum þótt nú sé gert ráð fyrir að lækkunin verði eitthvað minni en búist var við í síðustu útgáfu Peningamála. Skýrist það að hluta af því að nú er reiknað með minni samdrætti kaupmáttar ráðstöfunartekna samhliða minna atvinnuleysi en í fyrri spá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert