Vilja láta bæta aðgengi að friðlandinu í Þjórsárverum

Frá Þjórsárverum.
Frá Þjórsárverum. mbl.is/Brynjar Gauti

Jón Vilmundarson, sveitarstjórnarmaður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, segist álíta að meirihluti sé á svæðinu fyrir stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. En þá verði sveitarfélögin að fá einhverja aðstoð við að vakta svæðið og hugsa um það.

Aðgengi verði að bæta, gera vegi og stíga, setja upp útsýnisstaði og upplýsingaskilti. Svæðið hafi verið friðlýst en ekkert aðhafst til þess að gera það aðgengilegra fyrir þá sem vilja njóta þess.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir í grein í Morgunblaðinu í dag að stækkun friðlandsins sé eitt mikilvægasta náttúruverndarmál á landinu til langs tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert