Þegar horft er framhjá tekjum vegna sölu eigna er afkoma ríkissjóðs á fyrri helmingi þessa árs 2,8 milljörðum undir tekjuáætlun fjárlaga. Tekjur vegna skatta og tryggingagjalda eru einnig undir markmiði fjárlaga.
Rekstrartap ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins nam 29,2 milljörðum króna, samanborið við 53,8 milljarða á sama tímabili árið áður. Innheimtar tekjur námu 232,5 milljörðum króna, sem eru 16,4 milljörðum meiri tekjur en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir og 27,7 milljörðum meiri en þær voru á sama tímabili í fyrra.