Ekki ánægja með tillögur um sparnað

Hjörleifur Kvaran.
Hjörleifur Kvaran.

Hjörleifur Kvaran, fráfarandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, telur að Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður OR, hafi ekki verið ánægður með þær tillögur sem hann kynnti fyrir honum um endurbætur á fjárhag fyrirtækisins.

Tillögurnar hafi gert ráð fyrir hóflegri hækkun á gjaldskrá og sparnaðaraðgerðum sem bitnuðu ekki of illa á starfsfólki.

Hjörleifur segir í Morgunblaðinu í dag, að Haraldur hafi tilkynnt sér að hann nyti ekki trúnaðar stjórnar og því væri best að hann viki úr starfi. Hjörleifur segir að aldrei hafi myndast trúnaður milli sín og Haraldar. 

Haraldur Flosi Tryggvason.
Haraldur Flosi Tryggvason.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert