Hjörleifur Kvaran, fráfarandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, telur að Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður OR, hafi ekki verið ánægður með þær tillögur sem hann kynnti fyrir honum um endurbætur á fjárhag fyrirtækisins.
Tillögurnar hafi gert ráð fyrir hóflegri hækkun á gjaldskrá og sparnaðaraðgerðum sem bitnuðu ekki of illa á starfsfólki.
Hjörleifur segir í Morgunblaðinu í dag, að Haraldur hafi tilkynnt sér að hann nyti ekki trúnaðar stjórnar og því væri best að hann viki úr starfi. Hjörleifur segir að aldrei hafi myndast trúnaður milli sín og Haraldar.