Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að Hafnarstræti verði tímabundið lokað fyrir bílaumferð og helgað gangandi og hjólandi vegfarendum.
Að sögn skrifstofu borgarstjóra barst beiði frá verslunar- og þjónustuaðilum við götuna þar sem þeir óskuðu eftir því að gatan yrði gerð að göngugötu til 15. september og hafa þeir fengið leyfi til þess að skapa skemmtilega útistemmningu í götunni. Lokunin nær frá gatnamótum við Pósthússtræti og að gatnamótum við Tryggvagötu.