Grunur leikur á að hrossapestin, sem borist hefur í flestöll hross hér á landi á þessu ári, smiti menn, hunda og ketti. Fram kom í fréttum Útvarpsins, að dæmi séu um streptókokkasýkingar hjá hestamönnum og rannsakað er hvort þeir hafi smitast.
Haft er eftir Sigríði Björnsdóttur, dýralækni hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, að nú sé verið að rannsaka sýni með tilliti til þess hvort sóttin hafi borist úr hestum í menn og önnur dýr.
Sigríður segir að enn taki nokkrar vikur að greina sýnin.