Kettir verði ekki bundnir í Árborg

Meirihlutinn í bæjarstjórn Árborgar vill fella úr gildi ákvæði í samþykkt bæjarins um kattahald um að kettir skuli vera bundnir þegar þeir eru úti. Tillaga þessa efnis var lögð fram á fundi bæjarstjórnar í gær og var vísað til síðari umræðu.

Samkvæmt gildandi reglum mega kettir ekki vera lausir úti við í þéttbýli. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni, lagði í gærkvöldi fram tillögu um að þetta ákvæði yrði fellt niður.

Samþykkt var að vísa tillögunnin til síðari umræðu. Ragnheiður Hergeirsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar, lét bóka að nauðsynlegt sé að lagðar verði fyrir bæjarstjórn tillögur um nýtt verklag við kattaeftirlit í Árborg áður en breytingartillagan komi aftur til umræðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert