Fréttaskýring: Mikill skellur þrátt fyrir góðan rekstur

Ríkisútvarpið
Ríkisútvarpið mbl.is/Árni Sæberg

Rekstur Ríkisútvarpsins (RÚV) á líðandi rekstrarári hefur gengið betur en vonir stóðu til. Vegna þessa mun stofnunin eiga auðveldara með að mæta 9% niðurskurði sem fyrirhugaður er hjá stofnuninni.

Í júní töldu stjórn RÚV og Páll Magnússon, útvarpsstjóri, að niðurskurðurinn myndi leiða af sér eðlisbreytingu í starfi stofnunarinnar þannig að hún gæti ekki sinnt lögboðnu hlutverki sínu. Rekstrarár stofnunarinnar er frá 1. september til 31. ágúst. Er afkoman því tekin að skýrast mjög frá því sem var snemmsumars og segir Páll útlitið bjartara nú. Ekki þurfi að grípa til eins harkalegra aðgerða og óttast var.

„Það gefur algerlega augaleið að þessum sparnaði verður ekki við komið án þess að það sjáist og heyrist á dagskránni,“ segir Páll og bætir við að frekari niðurskurður verði langt í frá sársaukalaus. Hann vill þó ekki fullyrða hvort RÚV muni geta sinnt lögboðnu hlutverki sínu og hvort eðlisbreyting verði á starfi þess við niðurskurðinn. Kveður hann erfitt að bregða mælikvarða á það.

Ekki mun koma til frekari uppsagna starfsmanna RÚV en nú þegar hafa um fimmtíu manns látið af störfum vegna niðurskurðar. Þá hafa aðrir starfsmenn en hinir lægst launuðu þurft að sæta allt að 15% launaskerðingu auk þess sem starfshlutfall hefur skerst.

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að þótt miðað sé við 9% niðurskurð liggi ekki endanlega fyrir hve mikið verði að endingu skorið niður hjá RÚV. Kveður hún stofnunina gegna margþættu og mikilvægu hlutverki sem leysa þurfi vel af hendi. Hún vill þó ekkert segja um hve mikill niðurskurðurinn verður að lokum.

Hægt að líta svo á að RÚV sinni ekki lögboðnu hlutverki

„Þar erum við að slaka á þeim kröfum sem við myndum almennt gera til okkar. Við viljum og ættum að gera miklu meira af leiknu íslensku efni,“ segir Páll en ítrekar að matið á hinu lögboðna menningarhlutverki stofnunarinnar sé mjög huglægt.

Vilja breytta forgangsröð

„Það lítur þannig út að stjórn RÚV sé að beita stjórnvöld þrýstingi með því að skera niður vinsælt menningarefni í von um að stjórnvöld láti sér segjast og dragi úr þessum niðurskurði,“ segir Kolbrún.

Stjórn BÍL mun funda um niðurskurð hjá RÚV í næstu viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert