Nautakjöt hefur selst afar vel undanfarna tólf mánuði, að sögn Landssambands kúabænda. Þrátt fyrir minna framboð af nautgripum til slátrunar í júlí sl. en var á sama tíma í fyrra hefur framleiðsla nautakjöts aukist um 4,1% og salan um 4,8%.
Kúabændur benda á að um leið og meira hefur selst af nautakjöti hafi orðið nokkur samdráttur í sölu á bæði kinda- og svínakjöti. Enn selst mest af alifuglakjöti og jókst sala á því um 4,8% á 12 mánaða tímabili.
Nánar má lesa um framleiðslu, sölu og birgðir búvara á í skýrslu á vef Bændasamtakanna.