Segir ofstæki ráða ferðinni

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Brynj­ar Ní­els­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður og formaður Lög­manna­fé­lags Íslands, seg­ir að ráðist hafi verið á Björg­vin Björg­vins­son, lög­reglu­mann, af of­stæki fyr­ir um­mæli sem Björg­vin lét falla í viðtali við DV.

Í pistli sem Brynj­ar rit­ar á vef Press­unn­ar seg­ir hann að umræðan hafi verið of­stæk­is­full en Björg­vin lét í ljós  þá skoðun í viðtal­inu að fórn­ar­lömb nauðgana hefðu stund­um getað minnkað lík­ur á broti með því að taka meiri ábyrgð á sjálf­um sér og hegðun sinni. Fólk setti sjálft sig í aukna hættu með drykkju og dóp­neyslu.

„Sagt var að hann væri að kenna fórn­ar­lömb­un­um um glæp­ina. Þessi ásök­un var auðvitað fá­rán­leg. Lög­reglumaður­inn var ein­ung­is að hvetja til þess að fólk forðaðist að setja sjálft sig í aðstöðu þar sem meiri hætta væri á að brotið yrði gegn því. Menn ættu að fagna slíkri hvatn­ingu frá lög­reglu­manni sem áreiðan­lega veit vel hvað hann er að tala um. Það er fjar­stæða að telja hann hafa gefið í skyn að óá­byrg hegðun fórn­ar­lambs að þessu leyti rétt­lætti nauðgun­ina. Hann var aðeins að vara fólk við. Svona rétt eins og lög­regla var­ar fast­eigna­eig­end­ur við inn­brot­um í hús og hvet­ur þá til að setja upp ör­yggis­kerfi. Í því felst auðvitað eng­in rétt­læt­ing fyr­ir inn­brot­um.

Auðvitað féllu yf­ir­menn lög­regl­unn­ar á þessu prófi. Þeir eru laf­hrædd­ir við rétt­trúnaðarfólkið og Björg­vin var  því flutt­ur til í starfi.

Eft­ir stend­ur þá spurn­ing­in: Mun sá sem við tek­ur láta af­stöðu of­stæk­is­manna ráða vinnu­brögðum lög­regl­unn­ar við rann­sókn­ir á nauðgun­ar­brot­um?, skrif­ar Brynj­ar í pistli sín­um á Press­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert