140 manns tóku þátt í tölvuleikjamóti á vegum Tvíundar, félags tölvunarfræðinema við Háskólann í Reykjavík, um síðustu helgi. Að sögn mótshaldara tókst mótið vel þótt það hafi valdið örlitlum vonbrigðum, að þrátt fyrir mikla aðsókn tók enginn kona þrátt.
Alls kepptu 25 lið í tveimur vinsælum skotleikjum, Counter-Strike 1.6 og Counter-Strike: Source og unnu vinningsliðin meðal annars heyrnartól frá Nýherja og gjafabréf frá Iceland Express.
Mótsaðstaðan var opin í tæpa 3 sólarhringa og fórnuðu margir spilarar svefni til að nýta stemninguna á meðan hún gafst.