Frítt í strætó og aukin tíðni

Borgarstjórinn, ásamt fleirum, kynnti dagskrá Menningarnætur 2010 og hvatti borgarbúa …
Borgarstjórinn, ásamt fleirum, kynnti dagskrá Menningarnætur 2010 og hvatti borgarbúa til að nota strætó mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Frítt verður í strætó á höfuðborg­ar­svæðinu fyr­ir al­menn­ing á Menn­ing­arnótt í Reykja­vík á morg­un. Jafn­framt verður þjón­usta strætó stór­auk­in og ekið sam­kvæmt tíðni og tíma­töflu margra leiða að degi til í miðri viku.

Ekið verður sam­kvæmt tíðni og tíma­töfl­um sem tíðkast venju­lega á virk­um dög­um á leiðunum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 13, 14, 15, 17, 18 og 19. Um kvöldið verður áfram ekið á þess­um leiðum eins og um dag­tíma sé að ræða, þ.e. á hálf­tíma fresti. Aðrar leiðir en fyrr­nefnd­ar munu aka sam­kvæmt hefðbund­inni laug­ar­dags­áætl­un. Jafn­framt mun strætó keyra leng­ur fram eft­ir kvöldi en vana­lega og munu síðustu ferðir úr miðbæn­um fara frá Von­ar­stræti og Hlemmi um kl. 01:00, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Strætó.
 
Vak­in skal at­hygli á því að marg­ar göt­ur í miðbæn­um verða lokaðar all­an dag­inn vegna Reykja­vík­ur­m­araþons og hátíðahalda Menn­ing­ar­næt­ur og því breyt­ist akst­ur strætó veru­lega um miðbæ­inn frá því sem hefðbundið er.

Sér­stak­lega má benda á að all­ir vagn­ar sem vana­lega aka frá Lækj­ar­torgi munu aka frá Ráðhús­inu við Von­ar­stræti frá kl. 16 og fram eft­ir kvöldi. Fólk er því hvatt til að kynna sér akst­ur Strætó um miðbæ­inn á vef Strætó, þar sem m.a. má finna kort með breytt­um akst­urs­leiðum Strætó á Menn­ing­arnótt.
 
Ítar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um breytt­an akst­ur:
 
„Vegna maraþons­hlaups munu eft­ir­tald­ar göt­ur verða lokaðar all­an dag­inn: Sæ­braut (milli Lækj­ar­götu og Dal­braut­ar) – Geirs­gata - Mýr­ar­gata – Hverf­is­gata – Lækj­ar­gata. Á tíma­bil­inu 06:45 til 16:00 verða Von­ar­stræti, Frí­kirkju­veg­ur, Skot­hús­veg­ur og Sól­eyj­ar­gata jafn­framt lokuð. Fram til kl. 16:00 munu vagn­ar á leið að miðbæn­um því aka frá Hlemmi um Snorra­braut og Hring­braut að Mela­torgi og snúa þar við á leið út í hverfi. Sami hátt­ur verður þegar ekið er frá hverf­um að Hlemmi, þá er tek­inn snún­ing­ur á Mela­torgi. Vagn­ar aka venju­lega leið um Vest­ur­bæ en aka of­an­nefnda leið að og frá Hlemmi.
 
Eft­ir kl. 16:00 verður breyt­ing, því þá munu vagn­ar á leið út í hverfi frá Hlemmi aka af gömlu Hring­braut um Sól­eyj­ar­götu, Frí­kirkju­veg, Von­ar­stræti, Suður­götu og aft­ur að Hring­braut. Á sama hátt munu vagn­ar sem eru á leið að Hlemmi aka um Skot­hús­veg, Sól­eyj­ar­götu, gömlu Hring­braut og Snorra­braut.
 
Aðrar breyt­ing­ar:
 
Leið 5 mun aka milli Sæ­braut­ar og Hlemms eft­ir Dal­braut og Sund­laug­ar­vegi að og frá Borg­ar­túni. Biðstöðvarn­ar við Kirkju­sand á Sæ­braut munu því ekki vera í notk­un auk þess sem leiðin mun ekki aka um Klettag­arða.
Leið 12 mun aka hefðbundna leið um Sæ­braut og Klepps­veg, að og frá Hlemmi.
Leið 14 mun aka um Ánanaust og Hring­braut í báðar átt­ir," seg­ir í til­kynn­ingu frá Strætó.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert