Gæsaveiðitímabilið hafið

Veiðitímabil á grágæs og heiðagæs hefst í dag. Helsingja er leyfilegt að veiða frá 1. september utan Skaftafellssýslna en þar má ekki veiða helsingja fyrr en 25. september. 

Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar, að tilgangur friðunar á helsingja í Skaftafellssýslum sé að vernda þann varpstofn sem hefur verið að ná fótfestu á undanförnum árum. Helsingi verpi ekki á Íslandi nema í Skaftafellssýslum svo vitað sé og þyki því sérstök ástæða til þess að veiðimenn sýni aðgát á þessu svæði. Blesgæs er áfram friðuð eins og undanfarin ár.

Grágæsastofninn er áætlaður 100.000 fuglar, heiðagæsastofninn 350.000 fuglar og helsingjastofninn 70.000 fuglar.  Þessar áætlanir miðast við talningar 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert