Forsætisráðuneytið hefur óskað eftir því að Trausti Fannar Valsson lektor í stjórnsýslurétti gefi ráðuneytinu álit um hæfi Ólafs Páls Jónssonar, dósents í heimspeki við Háskóla Íslands, til setu í nefnd um orku- og auðlindamál.
Þetta kom fram í fréttum RÚV. Jón Hjartarson, sem var einn bæjarfulltrúa Árborgar sem samþykktu sölu á hlut sveitarfélagsins í HS Orku til Geysis Green Energy á sínum tíma, er faðir Ólafs. Hann hefur lýst yfir andstöðu sinni við kaup Magma á HS Orku af Geysi Green. Ólafur Páll er þriðji nefndarmaðurinn af fimm í nefndinni sem forsætisráðuneytið lætur meta hæfi til setu í nefndinni.