Hringdi ekki til Björgólfs

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson mbl.is/Brynjar Gauti

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kannast ekki við að hafa haft samband við Björgólf Thor Björgólfsson í byrjun október 2008 og hvatt hann til að koma til Íslands vegna ástandsins sem þá ríkti.

Fram kemur á vef Björgólfs Thors að forsetinn hafi hvatt til þessa.

Björgólfur opnaði í gær vef með ýmsum upplýsingum um viðskipti sín, btb.is. Þar er meðal annars birt skýrsla sem Björn Jón Bragason sagnfræðingur gerði á síðasta ári, að frumkvæði Björgólfs Guðmundssonar, um aðdraganda hruns Landsbankans haustið 2008. Í skýrslunni er sagt að föstudaginn 3. október hafi Björgólfur Thor fengið símtöl frá fjölmörgum áhrifamönnum á Íslandi sem hvöttu hann til að koma aftur út til Íslands, þar sem ástandið væri erfitt. Þar á meðal hafi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins, haft samband og brýnt fyrir Björgólfi að halda heim – það væri „mjög gott“ að hann kæmi. Björgólfur Thor er gefinn upp sem heimildarmaður fyrir þessu.

Engar heimildir fyrir samtölum

Ólafur Ragnar kannast ekki við að hafa hringt í Björgólf Thor eða aðra í þessum erindagjörðum og telur upplýsingarnar rangar. „Ég kannaði heimildir sem ég hef undir höndum og sé ekkert um samtöl við Björgólf Thor þessa daga,“ segir Ólafur Ragnar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert