Hagfræðingur ASÍ telur hugsanlegt að skýra megi dýrar vörur og þjónustu á fjölsóttum ferðamannastöðum með því að þá sæki erlent ferðafólk sem hafi meiri kaupmátt en landinn.
„Kaupmáttur útlendinga hér á landi er alveg ágætur þannig að fyrir þá er þetta ekki endilega svo hátt verðlag. Kaupmáttur okkar Íslendinga hefur hins vegar rýrnað mjög mikið,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ í Morgunblaðinu í dag. Dæmi eru um að íspinni á vinsælum stað kosti 500 krónur.