Landspítalinn skilar afgangi

Landspítalinn
Landspítalinn mbl.is/Ómar

Land­spít­al­inn skilaði 35 millj­óna króna rekstr­araf­gangi á fyrstu sex mánuðum þessa árs, sam­kvæmt hálfs­árs­upp­gjöri sem Rík­is­end­ur­skoðun hef­ur staðfest.  Í byrj­un árs­ins var spít­al­an­um gert að lækka rekstr­ar­kostnaðinn um rúm 9% eða 3.400 millj­ón­ir króna. 

Í til­kynn­ingu frá Land­spít­al­an­um seg­ir að með um­fangs­mikl­um hagræðing­araðgerðum, sem gripið var til á öll­um sviðum spít­al­ans um ára­mót, hafi tek­ist að ná þessu mark­miði.  Breyt­ing­ar í starf­sem­inni hafi gert kleift að minnka vakta- og yf­ir­vinnu­kostnað og átak í inn­kaup­um á sér­hæfðum sjúkra­hús­vör­um og þjón­ustu hef­ur lækkað rekstr­ar­kostnaðinn.  Launa­kostnaður­inn hef­ur lækkað bæði vegna fækk­un­ar starfs­manna og minni yf­ir­vinnu sem breyt­ing­ar í starf­semi og skipu­lagi hafa gert mögu­legt. 

 „Það hef­ur verið erfitt verk og sárs­auka­fullt fyr­ir marga en með sam­stilltu átaki gengið furðu vel og án þess að ör­yggi sjúk­linga hafi verið ógnað,” seg­ir Björn Zoëga, for­stjóri Land­spít­ala, í föstu­dagspistli sín­um í dag. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert