Nefnd mun rannsaka lífeyrissjóðina

Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða.
Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða.

Sér­stök rann­sókn­ar­nefnd, sem skipuð er af rík­is­sátta­semj­ara, mun á næst­unni gera út­tekt á starfs­semi líf­eyr­is­sjóðanna í aðdrag­anda banka­hruns­ins 2008. Skoðuð verður fjár­fest­inga­stefna líf­eyr­is­sjóðanna, ákv­arðana­taka og laga­legt um­hverfi þeirra.

Lands­sam­band líf­eyr­is­sjóða óskaði sjálft eft­ir því í júní að skipa þriggja manna nefnd „óháðra, óvil­hallra og hæfra ein­stak­linga" til að fara með rann­sókn­ina. Rík­is­sátta­semj­ara var falið að til­nefna þrjá ein­stak­linga í nefnd­ina og hafa þeir nú verið skipaðir. Hrafn Braga­son lög­fræðing­ur og fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari verður formaður nefnd­ar­inn­ar, en auk hans sitja í henni þau Guðmund­ur Heiðar Frí­manns­son, siðfræðing­ur og pró­fess­or við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, og Katrín Ólafs­dótt­ir, hag­fræðing­ur og lektor við Há­skól­ann í Reykja­vík.

Þá hef­ur nefnd­in ráðið Kristján Geir Pét­urs­son lög­fræðing sem starfs­mann nefnd­ar­inn­ar. Gert er ráð fyr­ir því að nefnd­in ljúki störf­um með út­gáfu skýrslu til stjórn­ar Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða fyr­ir árs­lok 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert