Lýsti alvarlegum brotum

Fundur Kirkjuráðs með Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur fór fram á þriðjudag.
Fundur Kirkjuráðs með Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur fór fram á þriðjudag. mbl.is/Eggert

Kirkjuráð átti á þriðjudag fund með Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur, dóttur Ólafs heitins Skúlasonar biskups, þar sem hún rakti samskipti sín við föður sinn.

Séra Kristján Björnsson, sem á sæti í Kirkjuráði, segir í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag, að þjóðkirkjan standi ávallt með einstaklingum og samtökum sem vinni gegn kynferðislegu ofbeldi. Öll þöggun í þessum efnum sé slæm og því heppilegast að segja frá því sem fram fór á fundinum með Guðrúnu Ebbu.

„Hún bað um fund til að segja okkur frá samskiptum sínum við föður sinn, sagðist vilja sýna okkur hvað mann hann hefði haft að geyma, eins og hún orðaði það,“ segir Kristján. „Hún ákvað sjálf hversu ítarlega hún segði frá þessari reynslu sinni, hvernig hún hefði verið misnotuð af föður sínum í nokkuð langan tíma. Hún lýsti því hvernig hún hefði brugðist við, hvar hún hefði fengið aðstoð og frá starfi sínu með Stígamótum og í félaginu Blátt áfram.

Hún sagði svo sem ekkert frá þessu í smáatriðum og ég sá ekki ástæðu til að spyrja nánar. En þetta var ekki bara einhver snerting heldur alvarleg kynferðisbrot í mörg ár þegar hún var barn og unglingur. Þannig voru æskuár hennar og þetta voru þær heimilisaðstæður sem hún ólst upp við.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert