Meðferð stjórnarfrumvarpa endurskoðuð

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun endurskoðaðar reglur um undirbúning og meðferð stjórnarfrumvarpa ásamt gátlista. Reglurnar eru ítarlegri en áður og er gert ráð fyrir aukinni eftirfylgni með þeim af hálfu forsætisráðuneytisins.

Hinar endurskoðuðu reglur eru m.a. svar við tillögum sem fram hafa komið á Alþingi um að auka þurfi gæði lagasetningar. Er nýrri skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu ætlað mikilvægt hlutverk við að samræma gæðakröfur, leiðbeina ráðuneytum og fara yfir frumvörp áður en þau verða lögð fram í ríkisstjórn, samkvæmt tilkynningu. 

Ráðuneyti þurfa því að senda forsætisráðuneytinu frumvarp ásamt útfylltum gátlista í tæka tíð fyrir ríkisstjórnarfund. Skrifstofa löggjafarmála veitir síðan umsögn um hvort frumvarp standist gæðakröfur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka