Mest veiði í Rangánum

Veitt í Ytri-Rangá nálægt Hellu.
Veitt í Ytri-Rangá nálægt Hellu. mbl.is/Einar Falur

Mest hefur veiðst í Rangánum, ytri og eystri, samkvæmt nýjum veiðitölum sem birtust á vef Landssambands veiðifélaga. Hafa 3117 laxar komið úr Ytri-Rangá og Hólsá og 3116 laxar úr Eystri-Rangá.

Þá hafa 3107 laxar veiðst í Þverá/Kjarráa, 2739 laxar í Blöndu og 2125 laxar í Miðfjarðará.  

Í fyrra var veiðin langmest í Ytri-Rangá eða  10.749 laxar. Þar veiðast nú  60-80 laxar á dag.

Listi yfir aflahæstu árnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert