Skattahækkanir óþarfar ef svo fer fram sem horfir

Skattahækkanir óþarfar ef svo fer fram sem horfir.
Skattahækkanir óþarfar ef svo fer fram sem horfir.

Sé gert ráð fyr­ir 9% niður­skurði á út­gjöld­um hins op­in­bera á næsta fjár­laga­ári, eins og yf­ir­lýs­ing­ar gefa til­efni til, má reikna með að halli á rík­is­sjóði á ár­inu 2011 verði um 60 millj­arðar.

Þetta er tölu­vert und­ir mark­miði sam­starfs­áætl­un­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, sem ger­ir ráð fyr­ir 80 millj­arða halla, eða um 5,3% af vergri lands­fram­leiðslu.

Gangi þetta eft­ir mynd­ast slaki upp á 20 millj­arða króna, sem dreg­ur úr þörf­inni á aukn­um tekj­um rík­is­sjóðs gegn­um skatt­heimtu. Áætl­un AGS ger­ir ráð fyr­ir að tekju­af­gang­ur verði af rík­is­sjóði á næsta ári ef frá eru skild­ar vaxta­greiðslur. Árið 2013 verði rík­is­sjóður halla­laus, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert