Fréttaskýring : Tímabært að skoða stöðu drengja

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Menntaráð Reykja­vík­ur samþykkti á fundi sín­um 11. ág­úst sl. að skipa sér­stak­an starfs­hóp full­trúa skóla­stjóra, kenn­ara, for­eldra og sér­fræðinga til að leita leiða til þess að bæta náms­ár­ang­ur drengja í grunn­skól­um borg­ar­inn­ar. Þá var samþykkt að formaður hóps­ins yrði Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir, full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í menntaráði, en einnig á sæti í hon­um Óttar Proppé, borg­ar­full­trúi Besta flokks­ins.

Til­laga um skip­un starfs­hóps­ins var áður lögð fram á fundi menntaráðs 23. júní sl. af full­trú­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Besta flokks­ins og hún samþykkt með öll­um at­kvæðum í ráðinu nema full­trúa Vinstri-hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs sem lagði fram aðra til­lögu þess efn­is að mark­mið hóps­ins yrði einkum að leita leiða „til að upp­ræta áhrif staðlaðra kynja­mynda á tæki­færi og aðstæður barna til að þrosk­ast og mennta sig“. Þeirri til­lögu var hins veg­ar frestað og síðan vísað til mann­rétt­indaráðs á fund­in­um 11. ág­úst.

Mun­ur strax í 1. bekk

Sam­kvæmt könn­un sem unn­in var fyr­ir mennta­svið Reykja­vík­ur­borg­ar af fræðimönn­um við Menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands þótti 67% drengja í 1. bekk grunn­skóla gam­an að læra í skól­an­um en 83% stúlkna. Sama var upp á ten­ingn­um þegar spurt var um lest­ur, en 65% sjö ára drengja fannst gam­an að lesa í skól­an­um á móti 74% stúlkna. Í 3. bekk mæld­ist einnig mark­tæk­ur kynjamun­ur á námsáhuga þar sem stúlk­ur voru ánægðari en dreng­ir.

„Ég skrifaði blaðagrein um þessi mál á síðasta ári og fékk mjög mik­il viðbrögð við henni. Ekki síst frá for­eldr­um sem höfðu áhyggj­ur af son­um sín­um og að þeim liði ekki nógu vel í skól­un­um sín­um. Ég tel ein­fald­lega að það sé mjög tíma­bært að viður­kenna að það er mun­ur á stelp­um og strák­um í skóla­kerf­inu og að það fel­ur eng­an veg­inn í sér að verið sé að gera á ein­hvern hátt á hlut kvenna eða stúlkna þó að fjallað sé um mál­efni stráka og eitt­hvað gert í þeirra mál­um eins og sum­ir virðast telja,“ seg­ir Þor­björg Helga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka