Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, greindu í gær öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar frá stöðu viðræðna við Hollendinga og Breta um Icesave-innlánsreikningana.
Meðal þess sem var rætt voru svör stjórnvalda til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna meintra samningsbrota vegna innistæðna á Icesave. Frestur til að skila svörum rann út 1. ágúst sl. en ESA veitti ríkisstjórninni lengri frest.
Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon við vinnslu fréttarinnar en að sögn aðstoðarmanns Gylfa Magnússonar eru svör stjórnvalda til ESA enn í vinnslu.