Fjölmenni á Arnarhóli

Hljómsveitin Grafík á tónleikunum í kvöld.
Hljómsveitin Grafík á tónleikunum í kvöld. mbl.is/GSH

Stór­tón­leik­ar Rás­ar 2 og Nova fóru fram á Arn­ar­hóli í kvöld. Tugþúsund­ir fólks voru sam­an­komn­ar að hlýða á Ingó Veðurguð, Gunn­ar Þórðar­son og hljóm­sveit­irn­ar Dikta, Grafík, Pollapönk og Rokk­estra. Tón­leik­arn­ir voru í beinni út­send­ingu á Rás 2 og fylgj­ast mátti með Arn­ar­hóli á vef­mynda­vél á mbl.is.

Tón­leik­arn­ir stóðu yfir til kl. 23 í kvöld þegar flug­elda­sýn­ing fór fram í boði ann­ars síma­fyr­ir­tæk­is, Voda­fo­ne, og lauk þar með dag­skrá Menn­ing­ar­næt­ur. Held­ur kalt var í veðri en fólk lét það ekki á sig fá og tók fram viðeig­andi hlífðarföt. Ingó Veðurguð stjórnaði brekku­söng á hóln­um að hætti Eyja­manna og síðast­ur á sviðinu var Gunn­ar Þórðar­son ásamt hljóm­sveit, þar sem hann kyrjaði öll gömlu góðu lög­in.

Bú­ist var við allt að 100 þúsund manns í miðbæ­inn. Að sögn lög­regl­unn­ar hef­ur Menn­ing­arnótt til þessa farið mjög vel fram og eng­in al­var­leg til­felli komið upp.

Fleka­brennu frestað vegna veðurs

Kuld­inn og norðang­arrinn gerði það hins veg­ar að verk­um að ákveðið var að fresta listaviðburðinum 22 Brenn­andi flek­ar, sem átti að fara fram kl. 23.30 í kvöld út á sjó við Sæ­braut­ina. Stefnt er að því að viðburður­inn verði á mánu­dags­kvöldið kl. 22. Kveikja átti í 22 flek­um rétt eft­ir flug­elda­sýn­ing­una og áttu þeir að brenna í sjón­um fram á miðnætti. Höf­und­ar verks­ins eru Óskar Erics­son og Al­isha Piercy og ákváðu þau í sam­ráði við Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins að fresta gjörn­ingn­um vegna veðurs.

Ingó Veðurguð hefur stjórnað brekkusöng á Arnarhóli í kvöld.
Ingó Veðurguð hef­ur stjórnað brekku­söng á Arn­ar­hóli í kvöld. mbl.is/​GSH
Frá tónleikunum á Arnarhóli í kvöld.
Frá tón­leik­un­um á Arn­ar­hóli í kvöld. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert