Flugeldar lýstu upp sundin blá

Flugeldasýningin á Menningarnótt fór fram í kulda og trekki en …
Flugeldasýningin á Menningarnótt fór fram í kulda og trekki en góðu útsýni. mbl.is/Eggert

Dagskrá Menningarnætur í kvöld lauk með glæsilegri flugeldasýningu við hafnarbakkann í Reykjavík. Tugþúsundir fólks létu kuldann ekki á sig fá og fjölmenntu í miðbæinn. Flugeldasýningin tók við tónleikum á Arnarhóli sem staðið höfðu yfir frá hálfníu í kvöld.

Flugeldasérfræðingar Landsbjargar sáu gestum Menningarnætur fyrir flottri sýningu sem stóð yfir í nærri tíu mínútur. Í sparnaðarskyni var sýningin ekki lengur í boði Orkuveitu Reykjavíkur heldur var það símafyrirtækið Vodafone sem sá um fjármagna flugeldafjörið.

Endanlegur fjöldi gesta á Menningarnótt í kvöld liggur ekki fyrir en lögreglan hafði búist við um 100 þúsund manns. Veðrið gæti þó hafa haft einhver áhrif þar á. Menningarnótt fór nú fram í 15. sinn og yfir 400 viðburðir voru á dagskrá víðsvegar um borgina.

mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert