Magma býður ríkinu forkaupsrétt

Ross Beaty, forstjóri Magma Energy
Ross Beaty, forstjóri Magma Energy

Forstjóri Magma Energy, Ross Beaty, hefur í bréfi til Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra boðið ríkinu forkaupsrétt á meirihluta í fyrirtækinu. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.

Um ótímabundinn forkaupsrétt er að ræða en ríkinu er einnig boðið til viðræðna um styttingu leigutíma á afnotarétti auðlinda á Reykjanesi. Magma hefur sem kunnugt er fest kaup á stórum hluta í HS Orku og barst iðnaðarráðherra bréfið 18. ágúst sl., eða daginn eftir að kaup á 38% hlut Geysis Green í HS Orku voru fullnustuð.

Ross Beaty nefnir einnig í bréfinu vilja Magma til að bjóða íslenskum fjárfestum að kaupa hlut í fyrirtækinu, hvort sem það eru sveitarfélög, lífeyrissjóðir eða aðrir fjárfestar. Í samtali við Fréttablaðið fagnar iðnaðarráðherra þessu erindi forstjórans og segir, að vonandi  geti menn þekkst þetta boð um að kaupa sig inn í fyrirtækið. Það gætu verið ríkið og sveitarfélög í samvinnu við lífeyrissjóðina sem séu lykilaðilar á þessum tímapunkti ef það eigi að takast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert